Logi skoraði og hafði betur í Víkingaslag

Logi Tómasson skoraði í dag.
Logi Tómasson skoraði í dag. mbl.is/Eyþór

Logi Tómasson skoraði fyrir Strömsgodset þegar liðið sigraði Fredrikstad, 2:0, í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Logi skoraði seinna mark liðsins á 55. mínútu en hann spilaði í 86 mínútur og fékk góðar einkunnir fyrir sína frammistöðu. Þá má geta þess að í svokölluðum Fantasy-leik í Noregi er Logi með stigahæstu leikmönnum úrvalsdeildarinnar.

Samherji hans úr íslenska landsliðinu og áður hjá Víkingi, Júlíus Magnússon, er fyrirliði Fredrikstad og hann spilaði allan leikinn.

Strömsgodset er eftir sigurinn í 8. sæti deildarinnar með 32 stig en Fredrikstad er með 43 stig í fimmta sætinu og tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert