Glódís í 22. sæti í Gullboltanum

Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er í 22. sæti í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims, Gullboltanum, eða Ballon d'Or. 

Þetta tilkynnti franski fjölmiðillinn L'Équipe en 30 konur voru tilnefndar til verðlaunanna. Þær sem enda í efstu sætunum verða kynntar í miklu hófi í París í kvöld en það hefst klukkan 19.45. Þar verður einnig opinberað hverjir eru í þremur efstu sætum í kosningunni í karlaflokki.

Glódís átti mjög gott ár með Bayern München, þar sem hún er fyrirliði, og íslenska landsliðinu. 

Hún varð Þýskalandsmeistari í vor og lykilkona í því að íslenska landsliðið tryggði sig inn á Evrópumótið í Sviss næsta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert