Meistarar í 24. skipti

Daníel Tristan Guðjohnsen er leikmaður Malmö.
Daníel Tristan Guðjohnsen er leikmaður Malmö. Ljósmynd/Malmö

Malmö tryggði sér í kvöld sænska meistaratitilinn í fótbolta í 24. skipti og annað árið í röð með sigri á Gautaborg, 2:1, á heimavelli.

Malmö er nú með átta stiga forskot á Hammarby, þegar tvær umferðir eru eftir. Daníel Tristan Guðjohnsen er leikmaður Malmö, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 73 mínúturnar með Gautaborg, sem er í 12. sæti með 30 stig.

Malmö hefur nú unnið meistaratitilinn tíu sinnum frá árinu 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka