Spánverjinn besti ungi leikmaðurinn

Lamine Yamal tekur við verðlaununum í kvöld.
Lamine Yamal tekur við verðlaununum í kvöld. AFP/Franck Fife

Lamine Yamal leikmaður Barcelona var valinn besti leikmaðurinn undir 21 árs aldri á Ballon d’Or-verðlaunahátíðinni í París í kvöld. Kantmaðurinn er aðeins 17 ára gamall.

Hann er fyrsti leikmaðurinn undir 18 ára aldri til að vinna verðlaunin. Þrátt fyrir ungan aldur er Yamal lykilmaður hjá stórliði Barcelona og spænska landsliðsins.

Hann varð Evrópumeistari með Spánverjum í sumar og er yngsti markaskorarinn í sögu landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert