Verðlaunaður með langtímasamningi

Elías Rafn Ólafsson hitar upp fyrir landsleik.
Elías Rafn Ólafsson hitar upp fyrir landsleik. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Danmerkurmeistara Midtjylland.

Elías Rafn, sem er 24 ára gamall, hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður Midtjylland á yfirstandandi tímabili þar sem liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur farið frábærlega af stað í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.

Hann hefur haldið marki sínu hreinu tvisvar í þremur leikjum í Evrópudeildinni og aðeins fengið á sig eitt mark. Er Elías Rafn með 92,9 prósenta markvörslu í keppninni hingað til, sem er hæsta hlutfall allra markvarða í deildarkeppni Evrópudeildarinnar til þessa.

Hann hefur verið á mála hjá danska liðinu frá árinu 2018, þegar Elías Rafn kom frá uppeldisfélaginu Breiðabliki.

Markvörðurinn hávaxni hefur alls spilað 53 leiki í öllum keppnum fyrir Midtjylland og á að baki sex A-landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert