Norski knattspyrnumaðurinn Erling Haaland var hvergi sjáanlegur í gær þegar Ballon d'Or-verðlaunaafhendingin fór fram í París í Frakklandi.
Haaland, sem er samningsbundinn Manchester City, varð fimmti í kjörinu í ár en liðsfélagi hans hjá City, Spánverjinn Rodri, hreppti Gullknöttinn eftirsótta.
Vinícius Júnior varð í öðru sæti, Jude Bellingham í þriðja sæti og Dani Carvajal í fjórða sæti en þeir eru allir samningsbundnir Real Madrid.
Bæði leikmenn og forráðamenn Real Madrid voru allt annað en sáttir með það að Vinícius Júnior skildi ekki vinna til verðlaunanna og ákváðu því að hundsa verðlaunaafhendinguna og skrópa, þrátt fyrir að Real Madrid hafi verið valið lið ársins.
Norðmaðurinn Haaland skoraði 27 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann fór frekar til Malmö í gær þar sem hann fylgdist með leik Malmö og Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni.