Glódís sú besta í heimi

Glódís Perla Viggósdóttir er besti miðvörður í heimi.
Glódís Perla Viggósdóttir er besti miðvörður í heimi. Arnþór Birkisson

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er besti miðvörður heims samkvæmt kjörinu í Ballon d'Or í gærkvöldi.

Glódís, sem leikur með Bayern München, var í 22. sæti í heildarlista kjörsins og var þar efst á meðal miðvarða.

Enginn Íslendingur hefur áður verið tilnefndur til verðlaunanna virtu, en Aitana Bonmatí vann Gullboltann annað árið í röð í kvennaflokki.

Næsti miðvörður á eftir Glódísi var hin brasilíska Tarciane, sem leikur með Houston Dash í Bandaríkjunum. Var hún einu sæti neðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka