Goðsögnin missti sig úr reiði

Marta var gríðarlega ósátt.
Marta var gríðarlega ósátt. AFP/William West

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta var vægast sagt ósátt við að landi sinn Vinicíus Júnior, leikmaður Real Madrid, hafi ekki hlotið Gullboltann í París í gærkvöldi.

Rodri bar sigur úr býtum og Marta, sem er einn besti leikmaður allra tíma, lét vel í sér heyra í myndbandi sem spænski miðillinn Marca birti.

„Ég er búin að bíða í heilt ár eftir að sjá Vini Jr. vinna þessi verðlaun verðskuldað. Hann er besti leikmaður heims. Svo vann hann ekki. Hvaða bull er þetta? Svarið mér!“ öskraði hún í myndbandinu.

Marta er ekki sú eina sem er ósátt, því Real Madríd ákvað að sniðganga alla hátíðina og senda engan fulltrúa til Parísar.

Marta var öskuill.
Marta var öskuill. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka