Stuðningsmaður myrtur í fyrirsát

Stuðningsmenn Cruzeiro fagna í leik liðsins gegn Lanús í Suður-Ameríku-bikarnum …
Stuðningsmenn Cruzeiro fagna í leik liðsins gegn Lanús í Suður-Ameríku-bikarnum á dögunum. AFP/Douglas Magno

Stuðningsmaður karlaliðs Cruzeiro í knattspyrnu er látinn eftir að stuðningsmenn erkifjendanna í Palmeiras sátu fyrir rútu sem flutti stuðningsmenn Cruzeiro til Belo Horizonte á sunnudagsmorgun.

AP-fréttaveitan greinir frá því að þrítugur stuðningsmaður Cruzeiro hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í borginni Mairipora eftir árásina. 12 stuðningsmenn til viðbótar særðust í árásinni.

Stuðningsmenn Cruzeiro voru að ferðast aftur heim til Belo Horizonte eftir að hafa fylgt liðinu til Paranaense þar sem liðið tapaði fyrir Athletico Paranaense, 3:0, í brasilísku A-deildinni á laugardagskvöld.

Yfirvöld Sao Paulo, sem er 46 kílómetrum frá Mairipora, segja fótboltabullur sem styðja Palmeiras hafa staðið fyrir árásinni. Í myndefni í brasilískum fjölmiðlum sést hvar þeir kveikja í rútunni, kýla og lemja stuðningsmenn Cruzeiro með prikum er þeir liggja á gangstétt.

Ekki liggur fyrir hvort lögregla hafi handtekið neinn stuðningsmanna Palmeiras fyrir verknaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka