Hollenska knattspyrnukonan Vivianne Midema, sóknarmaður Manchester City, gekkst á dögunum undir skurðaðgerð á vinstra hné.
Miedema hefur ekki spilað síðan Man. City lagði Evrópumeistara Barcelona fyrir sléttum þremur vikum.
Í tilkynningu frá enska félaginu kemur ekki fram hversu lengi hún má eiga von á að vera frá keppni.
Miedema sleit krossband í vinstra hné í desember árið 2022 og spilaði af þeim sökum aðeins átta deildarleiki fyrir Arsenal á síðustu tveimur tímabilum sínum hjá Skyttunum.
Samdi hún við Man. City, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, í sumar.