Lærisveinar Antonio Conte í Napoli tróna á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu karla og styrktu stöðu sína með því að leggja AC Milan að velli, 2:0, í Mílanó í gærkvöldi.
Napoli er nú með 25 stig, sjö stigum fyrir ofan Inter í öðru sæti sem á þó leik til góða.
Romelu Lukaku, sem hefur átt góðu samstarfi að fagna með Conte í gegnum árin, skoraði fyrir Napoli auk Khvicha Kvaratskhelia.
Napoli varð Ítalíumeistari í fyrsta sinn í 33 ár á þarsíðasta tímabili en gekk illa að verja titilinn á því síðasta og hafnaði þá í tíunda sæti.
Liðið hefur borið af í ítölsku deildinni hingað til þar sem koma Conte í sumar ásamt Lukaku og Skotunum Scott McTominay og Billy Gilmour hefur virkað sem vítamínsprauta.