Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Paul Scholes, sem lék allan ferilinn með Manchester United, er ekki sannfærður um að félagið sé að velja rétt með að ráða Portúgalann Rúben Amorim sem nýjan knattspyrnustjóra.
Erik ten Hag var rekinn í byrjun vikunnar og er United að vinna í að ráða Amorim í hans stað. Scholes er ekki sannfærður.
„Thomas Tuchel hefði verið rétti maðurinn. Það er ekki að fara að gerast núna eftir að hann tók við enska landsliðinu.
Þessi spenna í kringum Amorim minnir mig á hvernig þetta var þegar ten Hag var ráðinn. Hann vill þó spila skemmtilegan fótbolta og þetta hljómar ágætlega,“ sagði Scholes í The Overlap-hlaðvarpinu.