Kanadíski knattspyrnumarkvörðurinn Erin McLeod hefur samið Halifax Tides í heimalandinu um að leika með liðinu í nýstofnaðri efstu deild í Kanada, Northern Super League. Lék hún síðast með Stjörnunni hér á landi.
Erin, sem er 41 árs, lék með Stjörnunni undanfarin tvö tímabil og einnig hluta tímabilsins 2020.
Hún var landsliðsmarkvörður Kanada í tæplega tvo áratugi og lék 119 landsleiki en hún var í liði Kanada sem varð Ólympíumeistari árið 2021.
Hún er gift knattspyrnukonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og eiga þær einn dreng saman sem fæddist á þessu ári.
McLeod er fyrsti leikmaðurinn sem Halifax Tides, sem er nýtt félag sem var stofnað á þessu ári, semur við fyrir fyrsta tímabilið í NSL sem hefst á næsta ári.