Í úrslit eftir framlengda spennu

Júlíus Magnússon er kominn í úrslit.
Júlíus Magnússon er kominn í úrslit. Eggert Jóhannesson

Fredrikstad tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum norska bikarsins í fótbolta með sigri á KFUM Osló á heimavelli.

Eftir markalausan venjulegan leiktíma og framlengingu réðust úrslitin í vítakeppni. Í henni vann Fredrikstad að lokum, 6:5.

Júlíus Magnússon lék allan leikinn með Fredrikstad skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni.

Fredrikstad mætir Molde í úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka