Ógleymanlegur dagur fyrir son Dagnýjar

Brynjar gengur spenntur inn á völlinn með Jarrod Bowen. Hann …
Brynjar gengur spenntur inn á völlinn með Jarrod Bowen. Hann er vinstra megin á myndinni. Ljósmynd/West Ham

Brynjar Atli Ómarsson, eldri sonur Dagnýjar Brynjarsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, átti ógleymanlega stund um helgina.

Dagný leikur með West Ham og leiddi Brynjar Jarrod Bowen fyrirliða karlaliðs West Ham inn á völlinn fyrir leik liðsins við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

West Ham birti myndir af skærbrosandi og spenntum Brynjari á samfélagsmiðlum og ljóst að strákurinn ungi mun seint gleyma deginum.

Dagný er sjálf byrjuð að spila með West Ham eftir að hún eignaðist yngri bróðir Brynjars 7. febrúar.

Strákurinn var hæstánægður með dagsverkið.
Strákurinn var hæstánægður með dagsverkið. Ljósmynd/West Ham
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka