Brynjar Atli Ómarsson, eldri sonur Dagnýjar Brynjarsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, átti ógleymanlega stund um helgina.
Dagný leikur með West Ham og leiddi Brynjar Jarrod Bowen fyrirliða karlaliðs West Ham inn á völlinn fyrir leik liðsins við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
West Ham birti myndir af skærbrosandi og spenntum Brynjari á samfélagsmiðlum og ljóst að strákurinn ungi mun seint gleyma deginum.
Dagný er sjálf byrjuð að spila með West Ham eftir að hún eignaðist yngri bróðir Brynjars 7. febrúar.