Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fór illa að ráði sínu þegar hann klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu í leik liðs hans Al Nassr gegn Al Taawoun í 16-liða úrslit konungsbikars Sádi-Arabíu í gær.
Al Taawoun vann óvæntan 1:0-sigur á útivelli og tryggði sér þannig sæti í átta liða úrslitum bikarsins.
Ronaldo fékk tækifæri til þess að jafna metin í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Al Nassr fékk dæmda vítaspyrnu. Hann steig á vítapunktinn en skaut hátt yfir markið.