Klásúla upp á 75 milljarða í nýjum samningi

Fermín López með boltann í leiknum gegn Real Madrid um …
Fermín López með boltann í leiknum gegn Real Madrid um síðustu helgi. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Fermín López, einn af ungu spænsku leikmönnum knattspyrnufélagsins Barcelona, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2029. 

Fermín, sem er 21 árs gamall, kemur úr akademíu Barcelona en hann fékk tækifæri með liðinu á síðasta tímabili og nýtti það vel. 

Hann á að baki 48 leiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 11 mörk. Þá var hann frábær í sigurliði Spánar á Ólympíuleikunum í París í sumar og skoraði sex mörk í sex leikjum. 

Önnur félög geta rætt við Fermín ef þau eru reiðubúin að greiða 500 milljónir evra, eða um 75 milljarða íslenskra króna. Barcelona er þó yfirleitt með slíka klásúlu í samningi leikmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert