Ótrúlegar senur áttu sér stað á Estadio Mâs Monumental í Buenos Aires þegar að River Plate fékk Atlético Mineiro frá Brasilíu í heimsókn í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Suður-Ameríku aðfaranótt miðvikudags.
Leiknum lauk 0:0 en Atlético Mineiro vann fyrri leikinn í Brasilíu, 3:0, og er komið í úrslit.
Stuðningsmenn liðanna eru þekktir fyrir að vera blóðheitir en allt sauð upp úr í kringum leikinn í gær.
Fyrir utan völlinn lentu stuðningsmenn í átökum við lögregluna og rúta brasilíska liðsins skemmdist eftir að hlutum var kastað í rúður bifreiðarinnar.
Á vellinum sjálfum var einn stórkostlegasta flugeldasýning í sögu knattspyrnunnar og seinkaði leiknum um rúmt korter þar sem að reykurinn frá mörg þúsund blysum hreinsaði loftið.