Snoop Dogg að eignast hlut í knattspyrnufélagi?

Snoop Dogg.
Snoop Dogg. AFP/Frederic J. Brown

Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur áhuga á því að eignast lítinn hlut í skoska knattspyrnufélaginu Celtic.

Fjöldi stórra nafna frá Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum fjárfest í breskum knattspyrnufélögum og vill Snoop Dogg feta í fótspor þeirra.

Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eiga velska félagið Wrexham, sem leikur í ensku C-deildinni, fyrrverandi ruðnings leikstjórnandinn Tom Brady á minnihluta í Birmingham City sem leikur í sömu deild og tónlistarmaðurinn A$AP Rocky er einn þeirra sem á í viðræðum um að eignast Tranmere Rovers sem leikur í ensku D-deildinni.

„Ég elska það sem Ryan hefur gert hjá Wrexham, það er einfaldlega frábær saga. Að fjárfesta í íþróttafélagi er eitthvað sem ég hef verið að skoða lengi. Ef tækifæri gæfist til að fjárfesta í Celtic væri ég klikkaður að skoða það ekki.

Ég hef horft svo mikið á knattspyrnu í Evrópu en ég hef aldrei séð stuðningsmenn eins og stuðningsmenn Celtic. Það er eitthvað sérstakt við þá,“ sagði Snoop Dogg í samtali við skoska dagblaðið Sunday Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka