Micky van de Ven, varnarmaður Tottenham Hotspur, virtist eiga í smá vandræðum á meðan leik liðsins stóð gegn Manchester City í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöldi.
Mjög glöggur áhorfandi sem horfði á leikinn í sjónvarpi tók eftir því að svo virtist sem van de Ven hafi orðið brátt í brók og losað sig við hægðirnar á Tottenham Hotspur-leikvanginum.
Hollendingurinn var tekinn af velli á 14. mínútu leiksins vegna meiðsla aftan í læri.
Myndskeið af þessu óheppilega atviki má sjá hér:
Did Van de Ven shit himself 💩 pic.twitter.com/L6SXN2eUGQ
— Wayne Furnell (@wfurnell) October 30, 2024