Rekinn degi eftir stórsigur

Jeroen Rijsdijk var látinn taka pokann sinn.
Jeroen Rijsdijk var látinn taka pokann sinn. Ljósmynd/Carlo Bruil

Hollenska knattspyrnufélagið Sparta Rotterdam hefur vikið knattspyrnustjóranum Jeroen Rijsdijk frá störfum, degi eftir að liðið vann stórsigur á USV Hercules í hollensku bikarkeppninni.

Leiknum lauk með 6:1-sigri Sparta en þó eftir framlengingu þar sem staðan var 1:1 að loknum venjulegum leiktíma.

Sparta leikur í hollensku úrvalsdeildinni, er þar í 11. sæti af 18 liðum, á meðan Hercules er áhugamannalið í fjórðu efstu deild.

Fyrir leikinn í gærkvöldi hafði Sparta ekki unnið í fjórum leikjum í röð og virðist þolinmæði stjórnenda félagsins hafa verið á þrotum eftir að staðan var jöfn gegn fjórðu deildar liði eftir venjulegan leiktíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert