Davíð skoraði sigurmarkið

Davíð Snær Jóhannsson.
Davíð Snær Jóhannsson. Ljósmynd/aafk.no

Davíð Snær Jóhannsson skoraði fjórða mark Aalesund sem reyndist vera sigurmarkið í 4:3-sigri liðsins gegn Levanger í norsku B-deildinni í dag.

Davíð Snær kom inn á 67. mínútu leiksins í stöðunni 3:1. Aðeins sjö mínútum síðar skoraði hann fjórða mark liðsins.

Gestirnir náðu að skora tvö mörk undir lok leiksins og voru því lokatölur 4:3-sigur Aalesund.

Aalesund situr í 10. Sæti deildarinnar með 37 stig.

Óskar hafði betur í Íslendingaslagnum

Óskar Borgþórsson og félagar í Sogndal höfðu betur gegn Kongsvinger í norsku B-deildinni í dag.

Erik Flataker skoraði sigurmark Sogndal á 90. mínútu. Óskar var í byrjunarliðinu hjá Sogndal en Róbert Orri Þorkelsson kom inn á fyrir Kongsvinger á 62. mínútu.

Kongsvinger situr í áttunda sæti deildarinnar með 41 stig en Sogndal er í 12. sæti með 34 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert