Orlando þarf í oddaleik

Dagur Dan í leik gegn Inter Miami.
Dagur Dan í leik gegn Inter Miami. HECTOR VIVAS

Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa á oddaleik að halda til að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum MLS deildarinnar í fótbolta eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Charlotte FC í öðrum leik liðanna í gær.

Liðin mættust á dögunum og endaði leikurinn þá með sigri Orlando City, 2:0. Úrslitakeppnin í MLS deildinni virkar þannig að vinna þarf tvo leiki til að komast áfram úr einvíginu.

Leikurinn í nótt endaði með markalausu jafntefli og var því gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Charlotte FC hafði betur, 3:1.

Dagur Dan spilaði 84 mínútur í leiknum í gær en hann hefur verið að vinna sig aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa glímt við meiðsli.

Oddaleikurinn fer fram laugardaginn 9. nóvember n.k.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka