Íslenska U17 ára landslið karla í knattspyrnu vann öruggan sigur gegn Eistlandi, 3:1, í undankeppni EM 2025 á heimavelli Þróttar í kvöld.
Helgi Hafsteinn Jóhannsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Tómasi Óla Kristjánssyni. Staðan í hálfleik 1:0, Íslandi í vil.
Varnarmaðurinn Ásbjörn Líndal Arnarsson tvöfaldaði forystu Íslands á 53. mínútu. Guðmar Gauti Sævarsson skoraði þriðja mark Íslands með glæsilegu skoti.
Markaskorarinn Ásbjörn Líndal fékk beint rautt spjald á 81. mínútu. Á þriðju mínútu í uppbótartíma minnkaði Eistland muninn með marki frá Nikita Kalmokov.
Sigurinn þýðir að Ísland er komið í seinni umferð undankeppni EM 2025. Ísland situr í öðru sæti riðilsins með sex stig en Spánn er á toppnum með jafn mörg stig. Liðin mætast á þriðjudaginn klukkan 17 á heimavelli Þróttar.