Barcelona hafði betur gegn nágrönnum sínum Espanyol, 3:1, í efstu deild spænska fótboltans á Ólympíuleikvanginum í Barcelona í dag.
Börsungar eru í fantaformi en liðið er með 33 stig eftir 12 deildarleiki, níu stigum á undan Real Madrid í öðru, sem á þó leik til góða.
Dani Olmo skoraði tvö marka Barcelona og Raphinha það þriðja.