Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu karla, hefur verið að glíma við veikindi og meiðsli undanfarnar vikur.
Arnór hefur lítið spilað fyrir Blackburn undanfarinn mánuð en hann missti meðal annars af síðasta landsliðsverkefni vegna veikinda.
Landsliðsmaðurinn hefur fengið fáar mínútur eftir það en hann var ekki með í tapi gegn Sheffiled United, 2:0, í ensku B-deildinni um helgina.
John Eustace þjálfari Blackburn sagði að Arnór yrði ekki með fyrr en eftir næsta landsleikjahlé. Hann verður því ekki með Íslandi í leikjunum tveimur gegn Svartfjallalandi og Wales um miðjan mánuð.
„Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna meiðsla og veikinda. Hann var mjög veikur í nokkrar vikur og við söknuðum hans. Þetta hefur verið vel pirrandi,“ sagði Eustace.