Logi Tómasson og samherjar hans hjá Strømsgodset töpuðu með afar svekkjandi hætti fyrir Rosenborg á útivelli, 1:0, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Bakvörðurinn var ósáttur við ákvörðun dómarans á 85. mínútu og fékk fyrir það gult spjald. Spjaldið þýðir að Logi er kominn í bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Logi missir því af leik Strømsgodset og KFUM Ósló um næstu helgi. Strømsgodset er í níunda sæti deildarinnar með 32 stig eftir 27 leiki.