Mexíkóinn Héctor Herrera, miðjumaður bandaríska knattspyrnuliðsins Houston Dynamo, var rekinn af velli fyrir að hrækja á dómarann í leik liðsins gegn Seattle Sounders í úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar.
Herrera ákvað að hrækja á dómarann Armando Villarreal þegar hann var nýbúinn að fá gult spjald. Þá sneri Villarreal baki í Herrera sem hrækti að honum.
Villarreal tók ekki eftir því en VAR-sjáin benti honum að kíkja í skjáinn og þar breytti dómarinn gulu í rautt.
Houston tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni og Seattle heldur áfram.
Herrera er margreyndur landsliðsmaður sem á yfir 100 leiki að baki fyrir mexíkóska landsliðið. Þá lék hann með Porto í sex ár og Atlético Madríd í þrjú.