Erik ten Hag, fyrrverandi knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, var mættur á leik Breda, sem framherjinn Elías Már Ólafsson spilar með, í fyrradag.
Breda tapaði fyrir Heracles, 2:0, í hollensku úrvalsdeildinni. Liðið er í níunda sæti með 15 stig eftir ellefu umferðir.
Ten Hag, sem var rekinn frá United á dögunum, var ekki lengi að koma sér aftur heim til Hollands. Þá sást til hans á leiknum.
🚨📸 - Ten Hag was pictured attending a match in the Dutch Eredivisie between Heracles Almelo and NAC Breda today! ❤️ pic.twitter.com/xtlL14ERSn
— Frank🧠🇵🇹 (fan) (@AmorimEra_) November 2, 2024