Þýska stórliðið Bayern München vann sinn annan sigur í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld er liðið sigraði Benfica, 1:0.
Leikurinn átti að vera flautaður á klukkan 20 en var seinkað vegna umferðar í München, sem tafði leikmenn og áhorfendur. Þess í stað hófst hann um stundarfjórðungi síðar.
Þýski landsliðsmaðurinn Jamal Musiala skoraði sigurmarkið á 67. mínútu.
Bayern er í 17. sæti með sex stig. Benfica er einnig með sex stig en lakari markatölu og er portúgalska liðið í 19. sæti af 36 liðum.