Dæmir heimaleik hjá Manchester United

Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslenski knattspyrnudómarinn Helgi Mikael Jónasson mun dæma leik Manchester United gegn Zalgiris Vilníus í unglingadeild UEFA sem fram fer í kvöld.

Helga Mikael til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender.

Er þetta annað verkefnið sem Helgi Mikael og Egill Guðvarður taka að sér í unglingadeild UEFA, þar sem U19-ára lið etja kappi, á tímabilinu.

Áður höfðu þeir ásamt Eysteini Hrafnkelssyni dæmt leik París SG og Girona í september síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert