Bitlausir Arsenal-menn töpuðu í Mílanó

Mehdi Taremi og Thomas Partey í baráttunni í kvöld.
Mehdi Taremi og Thomas Partey í baráttunni í kvöld. AFP/Marco Bertorello

Inter Mílanó hafði betur gegn Arsenal, 1:0, í fjórðu umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á San Siro á Ítalíu. 

Úrslitin þýða að Inter er í fimmta sæti með 10 stig. Arsenal er í 12. sæti með sjö stig. 

Inter byrjaði viðureignina af krafti og á annarri mínútu átti Denzel Dumfries fast skot sem hafnaði í slánni. 

Leikurinn róaðist talsvert í kjölfarið og náði Arsenal ágætis tökum á leiknum. 

Besta færi Arsenal í fyrri hálfleik kom á 29. mínútu. Gabriel Martinelli átti góða fyrirgjöf sem fann Mikel Merino í teignum en skalli hans fór framhjá markinu. 

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Merino boltann í hendina af stuttu færi inn í vítateig Arsenal og benti Istvan Kovacs, dómari leiksins, á punktinn. 

Tyrkinn Hakan Calhanoglu fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan í hálfleik 1:0, Inter í vil. 

Arsenal var áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Liðið náði þó ekki að skapa sér mikið af færum enda var vörn Inter vel skipulögð og þétt fyrir. 

Mesta ógn Arsenal kom úr hornspyrnum. Á 58. mínútu átti Bukayo Saka hornspyrnu sem fann Gabriel Magalhaes sem stangaði boltann en Dumfries bjargaði á línu frá honum. 

Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fékk Kai Havertz gott færi. Boltinn barst til Havertz í teignum sem átti skot en Yann Bisseck henti sér hetjulega fyrir það og bjargaði þar með marki. 

Nær komust Arsenal-menn ekki og leikurinn rann sitt skeið. Lokaniðurstöður í kvöld, 1:0-sigur Inter.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Ísland 32:26 Bosnía opna
60. mín. Þorsteinn Leó Gunnarsson (Ísland) skoraði mark

Leiklýsing

Inter Mílanó 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að lágmarki fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka