Keyrðu yfir mótherjana í framlengingu

Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter. mbl.is/Hákon,Hákon Pálsson

Inter Mílanó er komið áfram í átta liða úrslit ítalska bikarsins í fótbolta eftir útisigur á Parma, 5:2, í framlengdum leik í dag.

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter allan leikinn.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2 og skoraði Inter þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingunni.

Michela Cambiaghi gerði tvö mörk og þær Haley Bugeja, Ghoutia Karchouni og Lina Magull skoruðu einnig fyrir Inter.

Þá er Fiorentina einnig komið áfram eftir sigur á Arezzo á útivelli, 1:0. Alexandra Jóhannsdóttir var ekki í leikmannahópi Fiorentina vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert