Slæmar fréttir fyrir Real Madrid

Aurélien Tchouameni stangar boltann í leik Real gegn Barcelona í …
Aurélien Tchouameni stangar boltann í leik Real gegn Barcelona í síðasta mánuði. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Frakkinn Aurélien Tchouameni, miðjumaður spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, verður frá í rúman mánuð. 

Tchouameni meiddist í tapi Real Madrid fyrir AC Milan, 3:0, í 4. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. 

Tchouameni er algjör lykilmaður aftarlega á miðjunni í liði Madrídinga og því um mikinn missi að ræða en Real er níu stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert