Í átta liða eftir mikla dramatík

Mikael Anderson slapp með skrekkinn með liðsfélögum sínum.
Mikael Anderson slapp með skrekkinn með liðsfélögum sínum. mbl.is/Eyþór

AGF tryggði sér sæti í átta liða úrslitum danska bikarsins í fótbolta með naumum sigri á Skive úr C-deildinni á útivelli í kvöld. Urðu lokatölur 3:2 og réðust úrslitin í framlengingu.

Martin Huldahl kom Skive í 2:1 á 88. mínútu með marki úr víti og stefndi í afar óvæntan sigur Skive.

Varamaðurinn Mads Emil Madsen jafnaði hins vegar á fimmtu mínútu uppbótartímans og Gift Links gerði sigurmarkið á 104. mínútu í framlengingu.

Mikael Neville Anderson kom inn á hjá AGF á 53. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert