„Illa farið með okkur“

Mikel Arteta á hliðarlínunni í Mílanó í gærkvöldi.
Mikel Arteta á hliðarlínunni í Mílanó í gærkvöldi. AFP/Marco Bertorello

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var verulega ósáttur við tvær dómaraákvarðanir sem fóru gegn liðinu í 1:0-tapi fyrir Inter Mílanó í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Arsenal vildi fá dæmda vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Yann Sommer markvörður Inter keyrði Mikel Merino miðjumann Arsenal niður innan vítateigs en fékk ekki.

Vítaspyrna var hins vegar dæmd á Merino undir lok fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann í höndina af stuttu færi.

100 prósent víti

Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum og hvernig við stýrðum leiknum. Það var mjög illa farið með okkur að því leyti að þetta var augljóst. Báðar vítaspyrnurnar.

„Ef þú ætlar að gefa vítaspyrnu fyrir þetta þá verður þú að gefa hina líka þar sem hann kýlir hann í höfuðið.

Í síðara atvikinu fer boltinn ekki af neinum og hann getur ekki gert neitt til þess að færa sig í vítateignum. Ef hann ætlar að gefa víti fyrir það verður fyrra atvikið 100 prósent að vera víti.

Eins og við spiluðum í kvöld getur þetta lið farið til Chelsea og unnið,“ sagði Arteta á fréttamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert