Mbappé sleppir fleiri landsleikjum

Kylian Mbappé er fyrirliði franska landsliðsins.
Kylian Mbappé er fyrirliði franska landsliðsins. AFP/Franck Fife

Kylian Mbappé verður ekki með franska landsliðinu í knattspyrnu í síðustu tveimur leikjum liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar í næstu viku. 

Frakkland mætir Ísrael heima og Ítalíu úti í tveimur býsna mikilvægum leikjum. Fyrir leikina er Ítalía á toppi riðilsins með 10 stig en Frakkland er í öðru með níu stig. Liðið sem hafnar í fyrsta sæti fer í undanúrslit um Þjóðadeildarbikarinn. 

Mbappé, sem er fyrirliði Frakklands, verður ekki með annan mánuðinn í röð en hann sleppti líka síðasta landsliðsverkefni í október. 

Þá komu upp sögusagnir að hann vildi aðeins spila allra mikilvægustu leiki Frakklands því hann er hræddur við að meiðast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert