Tottenham tapaði í Tyrklandi – Íslendingar í eldlínunni

Tottenham mátti þola tap í Tyrklandi.
Tottenham mátti þola tap í Tyrklandi. AFP/Kemal Aslan

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham mátti þola tap, 3:2, gegn Galatasaray frá Tyrklandi í leik liðanna í 4. umferð Evrópudeildar karla í fótbolta í Istanbúl í kvöld.

Yunus Akgün kom Galatasaray yfir strax á 6. mínútu en hinn 19 ára gamli Will Lankshear jafnaði á 18. mínútu.

Eftir það var komið að Victor Oshimhen, því hann skoraði tvö mörk fyrir hlé og breytti stöðunni í 3:1. Vont varð verra fyrir Tottenham á 60. mínútu er Lankshear fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Elías Rafn Ólafsson fær á sig mark í kvöld.
Elías Rafn Ólafsson fær á sig mark í kvöld. AFP/Daniel Mihailescu

Dominic Solanke lagaði stöðuna fyrir tíu liðsmenn Tottenham á 69. mínútu en nær komust þeir ekki. Galatasaray er á toppnum með tíu stig. Tottenham er í fimmta sæti með níu stig.

Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn með Elfsborg frá Svíþjóð í 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Braga frá Portúgal. Eggert Aron Guðmundsson var allan tímann á bekknum hjá Elfsborg, sem er í 21. sæti með fjögur stig.

Þá varði Elías Rafn Ólafsson mark Midtjylland frá Danmörku í tapi gegn FCSB frá Rúmeníu á útivelli, 2:0. Midtjylland er í 12. sæti með sjö stig.

Önnur úrslit:
Frankfurt 1:0 Slavía Prag
Olympiacos 1:1 Rangers
USG 1:1 Roma
Ludogorets 1:2 Athletic Club
Nice 2:2 Twente
Bodö/Glimt 1:2 Qarabag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert