Brasilíska knattspyrnustjarnan Neymar hefur aðeins náð að spila sjö leiki fyrir sádiarabíska knattspyrnuliðið Al Hilal síðan hann gekk í raðir félagsins í fyrrasumar.
Neymar var frá í rúmt ár eftir að hafa slitið krossband í október í fyrra.
Hann kom til baka á dögunum en meiddist aftur og verður frá í fjórar til sex vikur.
Al Hilal greiddi París SG 90 milljónir evra fyrir Neymar og er Brasilíumaðurinn á stjarnfræðilegum launum í Sádi-Arabíu.
Stórmiðilinn GOAL.com sparar ekki stóru orðin og kallar Neymar „verstu kaup í sögu fótboltans.“
„Satt besta að segja hefur Neymar verið ónýtur í langan tíma. Þess vegna kom ekkert evrópskt félag nálægt honum þegar París SG setti hann á sölu.
Al Hilal keypti sig inn í Neymar vörumerkið án þess að hugsa út í allt það slæma. Það hefur verið afar dýrkeypt fyrir félagið sem verður sennilega minnst sem félagið þar sem ferill Neymars endaði, á allra grátlegasta hátt,“ bætti miðilinn við.