Cecilía hetja Inter

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur leikið vel með Inter á tímabilinu.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur leikið vel með Inter á tímabilinu. Eggert Jóhannesson

Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vítaspyrnu í 1:0-sigri Inter Mílanó gegn Lazio í ítölsku A-deild kvenna í knattspyrnu í dag.  

Chiara Robustellini kom Inter yfir á 30. mínútu og var staðan 1:0 fyrir Inter í hálfleik.  

Á 71. mínútu fékk Lazio vítaspyrnu. Cecilía gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Megan Connolly og tryggði stigin þrjú fyrir Inter.  

Inter situr í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir níu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert