Solskjær samþykkti viðtalið út af Åge

Ole Gunnar Solskjær og Åge Hareide.
Ole Gunnar Solskjær og Åge Hareide. AFP/Samsett mynd

Ole Gunnar Solskjær samþykkti að koma í sjónvarpsþátt hjá norska ríkisútvarpinu NRK út af Åge Hareide, þjálfara karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. 

Solskjær er einn besti knattspyrnumaður Noregs frá upphafi en hann var hjá Manchester United, bæði sem leikmaður og þjálfari. 

NRK byrjaði á dögunum með nýja þætti sem fjalla um fótbolta, en Åge er einn af sérfræðingum þáttarins. 

Teymið vildi fá Solskjær sem fyrsta viðmælanda en hafði efasemdir um hvort hann væri til í það, þar sem hann forðast helst viðtöl. 

„Solskjær er ekki of hrifinn af því að fara í viðtöl eða sjónvarpsþætti, en hann stendur með vinum sínum. Einnig ber hann enn mikla virðingu fyrir Åge Hareide og ákvað því að taka þátt,“ kom fram á síðu NRK. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert