Ten Hag strax í nýtt starf?

Erik ten Hag stýrði síðast karlaliði Manchester United.
Erik ten Hag stýrði síðast karlaliði Manchester United. AFP/Darren Staples

Hollendingurinn Erik ten Hag gæti orðið næsti knattspyrnustjóri karlaliðs Roma á Ítalíu. 

Miðilinn RomaPress segir frá. 

Ten Hag er ásamt öðrum valkostur fyrir forráðamenn Roma. Stjórinn Ivan Juric var rekinn frá Roma á dögunum eftir minna en tvo mánuði í starfi. 

Ten Hag stýrði síðast Manchester United en var rekinn undir lok síðasta mánaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert