Rannókn á andláti gríska knattspyrnumannsins George Baldock er enn í fullum gangi.
Baldock, sem var 31 árs gamall þegar hann lést, drukknaði í sundlaug á heimili sínu í Grikklandi þann 9. október.
Breski miðillinn The Mirror greinir frá því að andlát hans sé enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Grikklandi og það gæti tekið nokkra mánuði að leysa málið.
Áður hefur komið fram að dánarorsök hans var drukknun en fjölkylda hans vill hins vegar vita nákvæmlega hvað gerðist í aðdraganda andlátsins.
Ekki hefur verið útlokað að Baldock hafi glímt við undirliggjandi hjartasjúkdóm en jarðaför hans fór fram fyrir tveimur vikum síðan.