Knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri er að taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði Roma í þriðja sinn á ferlinum.
Ivan Juric var rekinn á sunnudag eftir að hafa stýrt Roma í aðeins 54 daga og greinir Sky Sport Italia frá því að Ranieri sé að taka við starfinu af honum.
Ítalinn reyndi tilkynnti í sumar að hann væri hættur knattspyrnuþjálfun eftir að hafa síðast stýrt Cagliari í ítölsku A-deildinni.
Nú fimm mánuðum síðar er hinn 73 ára gamli Ranieri hins vegar að snúa aftur í knattspyrnustjórastólinn.
Hann hefur áður stýrt Roma, árið 2019 og frá 2009 til 2011.