Ísrael sótti stig til Parísar

Ísraelsmaðurinn Manor Solomon með boltann í kvöld. Bradley Barcola verst.
Ísraelsmaðurinn Manor Solomon með boltann í kvöld. Bradley Barcola verst. AFP/Franck Fife

Frakkland og Ísrael gerðu markalaust jafntefli í 2. riðli A-deildar Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Stade de France í Parísarborg í kvöld. 

Á sama tíma vann Ítalía Belgíu í Belgíu, 1:0, og er ein á toppnum með 13 stig. Frakkar eru í öðru með tíu, Belgía í þriðja með fjögur og Ísrael í fjórða með eitt. 

Sigurmark Ítala skoraði Sandro Tonali á 11. mínútu. 

Frakkar og Ítalir mætast í úrslitaleik um hvort liðið fer í undanúrslit Þjóðadeildarinnar á sunnudaginn. Á sama tíma mætast Ísrael og Belgía í úrslitaleik um hvort liðið fer beint niður í B-deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert