Franska stórliðið dæmt niður um deild

Alexandre Lacazette er fyrirliði Lyon.
Alexandre Lacazette er fyrirliði Lyon. AFP/Oliver Chassignole

Knattspyrnufélagið Lyon verður dæmt niður í 2. deild karla í Frakklandi eftir tímabilið ef það bætir ekki úr fjárhagsstöðu sinni og má ekki sækja leikmenn í félagsskiptaglugganum í janúar.

John Textor er eigandi Lyon en hann er einnig eigandi Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni og á stóran hluta í brasilíska félaginu Botafogo.

Eagles Football Group sem er í eigu Textor er í skuld upp á 505 milljónir evra. DNGC, sem hefur yfirlit yfir fjármálum knattspyrnufélaga í Frakklandi hefur dæmt Lyon niður um deild ef það lagar ekki stöðuna á næstu sex mánuðum.

Lyon er núna í fimmta sæti í frönsku deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka