Sædís skoraði jöfnunarmark Noregsmeistaranna í lokaleiknum

Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðskonan Sæ­dís Rún Heiðars­dótt­ir skoraði jöfnunarmark Noregsmeistara Vaalerenga í1:1 jafntefli gegn Lilleström á heimavelli í lokaleik liðsins á tímabilinu.

Liðið tryggði sér titilinn í október en bikarinnn fór á loft í dag eftir jafnteflið. Vålerenga var 1:0 undir frá fimmtu mínútu en Sædís jafnaði metin á 87. mínútu.

Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Lilleström sem endaði í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig.

Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur í Rosenborg lentu í þriðja sæti með 46 stig eftir 1:0 sigur gegn Roa. Markið kom á lokamínútu leiksins og kom liðinu í þiðja sæti, í stöðunni 0:0 var liðið í fjórða með jafn mörg stig og Lilleström en með slakari markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka