Ajax breytir um merki

Stuðningsmenn Ajax.
Stuðningsmenn Ajax. AFP/ Robin van Lonkhuijsen

Hollenska stórveldið Ajax mun breyta merki sínu eftir tímabilið. Félagið tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum.  

Ajax mun aftur taka upp eldra merki félagsins í tilefni 125 ára afmælis þess í mars næstkomandi. Merkið sem verður tekið í notkun er það sama og var notað frá 1928 til 1991. 

Íslendingurinn Kristian Hlynsson leikur með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni.   

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert