Frakkland tók toppsætið af Ítalíu

Adrien Rabiot, fyrir miðju, að fagna marki sínu ásamt Matteo …
Adrien Rabiot, fyrir miðju, að fagna marki sínu ásamt Matteo Guendouzi, til vinstri, og Manu Kone. AFP/Isabella Bonotto

Frakkland sigraði Ítalíu 3:1 í 2. riðli í A-deild í Þjóðadeild karla í knattspyrnu á Ítalíu í kvöld og tryggði sér toppsæti riðilsins.

Frakkland endaði með 13 stig í toppsætinu, jafn mörg stig og Ítalía en með betri markatölu. Belgía lenti í þriðja sæti og fer í umspil um að halda sæti í A-deild, Ísrael féll.

Adrien Rabiot kom Frakklandi yfir eftir aðeins tvær mínútur og Ítalinn Guglielmo Vicario skoraði sjálfsmark sem kom Frakklandi í 2:0. Andrea Cambiaso minnkaði muninn fyrir Ítalíu á 35. mínútu í 2:1 og þannig var staðan í hálfleik.

Rabiot skoraði þriðja mark Frakklands á 65. mínútu sem tryggði Frakklandi fyrsta sætið í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert