Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu sigraði Pólland, 2:1, í vináttulandsleik á Spáni í dag.
Benoný Breki Andrésson kom Íslandi yfir eftir stundarfjórðung og Ísland var 1:0 yfir í hálfleik. Jóhannes Kristinn Bjarnason kom með fyrirgjöf sem Benóný skallaði í átt að markinu en markmaðurinn Jakub Madrzyk varði boltann út. Benóný var fyrstur á frákastið og negldi boltanum í netið.
Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði annað mark Íslands með skalla eftir flotta fyrirgjöf frá Róberti Frosta Þorkelssyni.
Pólland minnkaði muninn úr vítaspyrnu en íslenska liðið hélt út og sigraði 2:1.